Einfaldur Mjöður

Helgi Þórir Sveinsson , 21 Jan 2015
Planið er að gera mjög einfaldan mjöð fyrir byrjendur. Uppskriftin er hönnuð með aðeins 4 lítra í huga og því tilvalin sem lítið aukaverkefni fyrir bjórbruggara. Ef þú vilt gera meira magn er hægt að skala línulega upp.

Herra Einfaldur Pale Ale

Helgi Þórir Sveinsson , 20 Jan 2015
Þetta er einfaldur og þægilegur bjór fyrir byrjendur en samt sem áður virkilega flottur Pale Ale. Hann á að vera beiskur, en þó ekki svo beiskur að þú kvíðir hverjum sopa heldur aðeins til þess að ná jafnvægi á móti sætunni sem kornið gefur. Hins vegar er hann mjög humlaður, sem þýðir að bragðið og lyktin frá humlunum skín í gegn og gefur honum þannig virkilega svalandi eiginleika.