The Team

Gerjun.is er verkefni hjá tveimur ungum áhugamönnum um gerjun. Tilgangur síðunnar er að veita kennslu um heimagerjaða drykki og matvæli. Hægt er að hafa samband við okkur í netfangið gerjun@gerjun.is

Byrjaði að brugga: 2010
Græjur: Gömul Rafha þvottavél
Uppáhaldsbjór: Vel humlaðar humlabombur, gallsúrir súrbjórar og leðjuþykkir stoutar!
28 ára gamall, hagfræði- og heimspekimenntaður, hefur líka lesið einhverjar bækur (t.d. um bjór) og vann í Ölvisholti Brugghúsi um tíma og nú nýlega sem bruggari hjá Gæðingi Brugghúsi.
Bruggar í gamalli íslenskri þvottavél þegar hann bruggar heima.
Virkur meðlimur í Fágun.

Byrjaði að brugga: 2014
Græjur: Fastus pottur
Uppáhaldsbjór: Belgískir fölöl, humlaðir hálfvitar og flæmsk rauðöl
28 ára gamall háskólagenginn nautnaseggur. Fær alla sína biaseruðu bruggþekkingu í gegnum Helga. Les líka bækur og blogg. Græjupervertinn, klipparinn og tónlistarhausinn.