Hugmynd
Planið með þessum bjór var að missa sig algerlega í humlunum. Niðurstaðan var þessi klikkaði IPA sem slær þig algerlega út af laginu (= sleggja). Án gríns samt: passaðu þig þegar þú drekkur þennan bjór! (ég tala af reynslu). Þetta er bjór fyrir humlapervertana!
Tölur |
|
Lítrar í gerjun | 21 L |
Áfengismagn | 7% |
Heildarnýtni | 75% |
Suðutími | 60 mín |
Meskitími | 60 mín |
OG | 1.065 |
FG | 1.010 |
IBU | 67,2 |
Korn |
||
4,5 kg | Pale Ale (Weyermann) | 74,7 % |
0,7 kg | Munich (Weyermann) | 11,6 % |
0,55 kg | CaraMunich 2 (Weyermann) | 9,2 % |
0,22 kg | CaraRed (Weyermann) | 3,7 % |
0,05 kg | Carafa Special 1 (Weyermann) | 0,8 % |
Humlar |
Tegund |
Magn |
IBU |
60 mín | Citra (13,5% AA) | 24 gr | 36,4 |
10 mín | Citra (13,5% AA) | 30 gr | 16,5 |
10 mín | Mosaic (11,8% AA) | 30 gr | 14,4 |
0 mín | Citra (13,5% AA) | 30 gr | 0 |
0 mín | Mosaic (11,8% AA) | 30 gr | 0 |
Þurrhumlað með 30 gr af Citra og 30 gr af Mosaic 5 dögum fyrir átöppun (kútun).
Ef þú setur þennan á kút og vilt missa þig algerlega í humlabrjálæði mælum við því að þurrhumla aftur á kútnum. Notaðu humlapoka eða annað álíka til að stífla ekki pípurnar!
Í heildina er notað 204 gr af humlum (fyrir utan kúthumlun), miðað við þessar AA%. Ef þú ætlar að nota aðra humla og/eða aðrar AA% er best að miða við IBU tölurnar (en ekki grömm) í suðunni. Í 0-mín viðbótinni og þurrhumlun er best að miða við grömm (en ekki IBU) tölurnar. Af minni reynslu þykir mér best að miða við hlutfallið IBU/OG = 1 þegar ég bý til IPA. Í þessu tilfelli er það ca. 1,04 (close enough).
Ger
1-2 pakkar af US-05 þurrgeri.
Aðferð
Virtur framleiddur eins og venjulega, meskað við 65-66°C. Gerjað í 2-3 vikur við 19-20°C. Þurrhumlað 5 dögum áður en bjórinn fer á flöskur/kút. Fínt magn í þurrhumlun er 30-50gr og gott er að þurrhumla með Citra og Mosaic.
Athugasemdir
Ef þú vilt prófa aðrar humlartegundir (eða kemst ekki í Citra og/eða Mosaic) er um að gera að prófa bara! Hafðu þá IBU tölurnar til viðmiðunar (sem er gott að gera hvort eð er, þar sem humlar hafa breytilega AA% eftir uppskeru).
Endilega skildu eftir spurningar og athugasemdir hér fyrir neðan. Láttu okkur svo vita hvernig þessi gekk hjá þér! (Við myndum jafnvel þiggja smakk)