Hugmynd
Hugmyndin með þessum bjór er að blanda saman Amerískum (India) Pale Ale og Evrópskum Lager, þ.e. búa til einhvers konar India Pale Lager (IPL). Þetta er auðdrekkanlegur, vel humlaður og virkilega mjúkur og frískandi session bjór! Uppskriftin er að mestum hluta fengin frá Elvari, bruggmeistara í Ölvisholti Brugghúsi, en þróuð áfram af Helga með smávægilegum breytingum. Þessi er fullkominn fyrir sumarið (ef það kemur einhvern tímann til landsins).

Tölur |
|
Lítrar í gerjun | 21 L |
Áfengismagn | 5,4 % |
Heildarnýtni | 75 % |
Suðutími | 60 mín |
Meskitími | 60 mín |
IBU | 28,4 |
OG | 1.051 |
FG | 1.011 |
Korn |
Tegund | Hlutfall |
4 kg | Pale Ale Malt (Weyermann) | 87,9 % |
0,2 kg | CaraPils (Weyermann) | 4,4 % |
0,2 kg | Wheat Malt, Pale (Weyermann) | 4,4 % |
0,15 kg | CaraRed (Weyermann) | 3,3 % |
Humlar |
Tegund | Magn | IBU |
60 mín | Mosaic (12,25% AA) | 18,5 gr | 28,4 |
0 mín | Mosaic (12,25% AA) | 25 gr | 0 |
Svo er þurrhumlað með 20-50gr (eftir því hvað þú vilt fá mikla humlaangan) af Mosaic í 5 daga fyrir átöppun/kút.
Ger
Tveir pakkar S-23 þurrger
Aðferð
Meskjað er við 67°C. Virtur er kældur niður í 10°C eftir suðu. Gerjað er við 12°C í 14-21 daga (lengur er öruggara upp á að gerjun klárist alveg). Síðan er hitinn hækkaður upp í 16°C í 2-3 daga, svokölluð diacetyl hvíld. Því næst er kælt niður í 1°C í 2-3 daga og síðan tappað á flöskur eða skellt á kút. Þurrhumlað er 5 dögum fyrir átöppun.
Athugasemdir
Ef þú ákveður að skella þessum á kút mæli ég með því að þurrhumla aftur um leið og þú fyllir á kútinn, í humlapoka, leyfir honum að liggja í 5-7 daga áður en hann er fjarlægður (þ.e. ef kúturinn klárast ekki á þessum tíma). Skál!
Endilega skildu eftir spurningar og athugasemdir hér fyrir neðan. Láttu okkur svo vita hvernig þessi gekk hjá þér! (Við myndum jafnvel þiggja smakk)