Hugmynd

Þetta er einfaldur og þægilegur bjór fyrir byrjendur en samt sem áður virkilega flottur Pale Ale. Hann á að vera beiskur, en þó ekki svo beiskur að þú kvíðir hverjum sopa heldur aðeins til þess að ná jafnvægi á móti sætunni sem kornið gefur. Hins vegar er hann mjög humlaður, sem þýðir að bragðið og lyktin frá humlunum skín í gegn og gefur honum þannig virkilega svalandi eiginleika.

Tölur

 
Lítrar í Gerjun 21 L
Áfengismagn 5%
Heildarnýtni 75%
Meskitími 60 mín
Suðutími 60 mín
IBU 40
OG 1.050
FG 1.011
 

Korn

   
4,05 kg Pale Ale (Weyermann) 90 %
0,45 kg CaraMunich 2 (Weyermann) 10 %

Humlar

Tegund Magn IBU
60 mín Mosaic (11,6% AA) 15 gr 21,9
20 mín Mosaic (11,6% AA) 20 gr 17,7
0 mín Mosaic (11,6% AA) 20 gr 0

Ger

1 pakki af US-5 þurrgeri.

Aðferð

Meskjað er við 67°C í klukkutíma og síðan er tekið Mash-out (ef þú vilt) við 77°C í 10 mín áður en kornið er aðskilið frá vökvanum. Soðið er í 60 mínútur og síðan kælt niður í 18°C. Virti er fleytt yfir í sótthreinsað gerjunarílát, súrefni komið í virtinn og US-05 bætt út í.

Gerjun er 2-3 vikur við 18-20°C.

Ef þú vilt fá ennþá meiri humlakarakter í lyktina gætirðu þurrhumlað með 20-50 gr af Mosaic ca. 5 dögum áður en þú setur á flöskur/kút. Auðvitað væri hægt að velja aðra humlategund. Þá skaltu miða við sömu IBU tölu í 60 mín og 20 mín, en miða við sömu þyngd í 0 mín og þurrhumlun (ef þú ætlar að þurrhumla).

Þessi bjór var bruggaður í 1. þætti Gerjun.is — Bruggferlið


Endilega skildu eftir spurningar og athugasemdir hér fyrir neðan. Láttu okkur svo vita hvernig þessi gekk hjá þér! (Við myndum jafnvel þiggja smakk)