Hugmynd
Hugmyndin með þessum bjór var að blanda saman þýska hveitibjórnum og amerísku humlunum góðu (og reyndar einum nýsjálenskum humli í þokkabót). Undanfarið hef ég verið að brugga alveg helling af hveitibjórum og humluðum fölölum og langaði því að krydda aðeins upp á í þetta sinn. Hann er að koma svo fáránlega vel út að ég ákvað að henda þessu hingað inn svo að fleiri geti upplifað þessa snilld. Ég er eiginlega kominn á þá skoðun að ef þú hendir nógu mikið af humlum í lok suðu og þurrhumlun (sérstaklega þurrhumlun), þá geti bjórinn ekki klikkað! En ég er líka farinn að halda að ég „þjáist“ af lupulin threshold shift. Hjá mér lýsir þetta sér meira í því að þrá meira bragð og lykt af humlunum, frekar en beiskju.

Tölur |
|
Lítrar í gerjun | 21 L |
Áfengismagn | 4,8% |
Heildarnýtni | 75% |
Meskitími | 60 mín |
Suðutími | 90 mín |
IBU | 25,5 |
OG | 1.048 |
FG | 1.011 |
Korn |
Tegund | Hlutfall |
2,99 kg | Wheat Malt, Pale (Weyermann) | 71,1% |
1 kg | Pale Ale (Weyermann) | 23,8% |
0,21 kg | CaraRed (Weyermann) | 5,1% |
Humlar |
Tegund | Magn | IBU |
60 mín | Simcoe (13% AA) | 15 gr | 25,5 |
0 mín | Mosaic (12,25% AA) | 10 gr | 0 |
0 mín | Simcoe (13% AA) | 10 gr | 0 |
0 mín | Nelson Sauvign (12% AA) | 10 gr | 0 |
þurrhumlun 5 dagar | Simcoe (13% AA) | 10 gr | 0 |
þurrhumlun 5 dagar | Mosaic (12,25% AA) | 10 gr | 0 |
þurrhumlun 5 dagar | Nelson Sauvign (12% AA) | 10 gr | 0 |
þurrhumlun 5 dagar | Citra (12% AA) | 10 gr | 0 |
Ger
Wyeast 3068 Weihenstephan Weizen
Aðferð
Virtur framleiddur eins og venjulega. Meskjað er við 67°C í 60 mínútur og síðan Mash Out við 77°C í 10 mínútur ef þú vilt.
Gerjað við 19-20°C í 3 vikur. Þurrhumlað er 5 dögum fyrir átöppun/kút. Kolsýrður í hærra lagi, 2,5-3 vol. Drukkinn um leið og hann er orðinn kolsýrður.
Athugasemdir
Humlarnir sem ég notaði virka mjög vel saman (að mínu mati), en ekki láta það stoppa þig við að prófa aðrar samsetningar. Það er líka hægt að auka magnið í 0 mín og þurrhumlun. Mér finnst beiskjan í þessum vera fín, þó hún sé tæknilega séð of há fyrir hefðbundinn þýskan hveitibjór, en þykir líklega of lág fyrir humlað fölöl. Gerkarakterinn frá þýska gerinu heldur mikið í bakgrunni útaf öllum humlunum, en mun koma meira og meira í ljós eftir því sem á líður (ef hann endist eitthvað hjá þér).

Endilega skildu eftir spurningar og athugasemdir hér fyrir neðan. Láttu okkur svo vita hvernig þessi gekk hjá þér! (Við myndum jafnvel þiggja smakk)