Hugmynd

Margir hafa velt upp spurningunni hvort ekki sé hægt að gera eitthvað við afgangs byggið eftir meskingu. Eftir smávegis leit á alnetinu komst ég hinsvegar að því að brauðbakstur er ekki besta leiðin þar sem eitt brauð notar voðalega lítið af byggi miðað við einn bruggdag. Það er hinsvegar hellings gaman að baka brauð og því gerði ég þetta bara samt. Þó það séu bakagaragen í ættinni er ég engan vegin sérfræðingur um brauðgerð, en mér finnst gaman að deila tilraunum mínum. Uppskriftinni skal því taka með það í huga.

Uppskriftin er fengin úr þessu frábæra myndbandi og mæli ég hiklaust með að þið fylgist með þessum meistara:

 

Korn

Tegund Hlutfall
370g Hveiti 74%
80g Bygg, ómeskjað 16%
50g Bygg, meskjað 10%

Annað

700ml Vatn
10g Salt

Ger

Hvurslags baksturs þurrger sem þú átt

Aðferð

Blandaðu kornunum, saltinu og gerinu vel saman í skál. Heltu síðan vatninu út í og hrærðu vel saman. Lokaðu svo skálinni með matarfilmu eða öðru loku og láttu það hefast í 12 klst við mildar aðstæður.

Allt klabbið samblandað, gumsað og girnilegt

Þegar degið hefur hefast skaltu skella deginu á borð og hefjast handa við hnoðið. Ekki vera feiminn við að nota nóg af hveiti til að koma í veg fyrir að degið klístrist við allt. Gott er að hnoða degið með því að mynda ferning úr því, toga í hverja hlið fyrir sig og leggja svo degið aftur saman. Gerðu þetta þar til degið er orðið nægilega þétt. Of mikið hnoð gerir brauðið seigt. Settu svo hreint viskastykki ofan í skálina, stráðu hveiti ofan í og komdu deiginu vel fyrir aftur. Leyfðu því svo enn og aftur að hefa sig í 2 klst.

Hitaðu ofn upp í 250°C með potti í sem þolir þann hita (ég nota steypustálpott sem má víst ekki fara upp í þann hita, en ég meina hver nennir að hlusta á það). Skelltu deiginu ofan í vel hveitaðan pottinn, skerðu nokkrar handahófskenndar línur ofan á deigið, lokaðu svo pottinum og vel og komdu öllu fyrir inni í ofninum.

Leyfðu svo brauðinu að bakast fyrst í 30 mín. Þá skaltu opna ofninn og hleypa gufunni upp úr pottinum og skilja lokið eftir á hálfopið. Lokaðu svo aftur ofninum og leyfðu brauðinu að bakast í 15 mín í viðbót. Þá skaltu taka heila klabbið út úr ofninum og athuga hvort að brauðið er nægilega vel bakað. Ég lét mitt vera í um 10 mínútur í viðbót, en ég vill líka vel stökkt brauð.

Þegar baksturinn er búinn skaltu leggja brauðið frá þér á ójöfnu undirlagi og leyfa því aðeins að kólna áður en þú færð þér smakk.

Byggbrauð fer einstaklega vel með byggbjór.

Athugasemdir

Þú getur svo bætt við þeim fræum og öðru sem þér dettur í hug aukalega. Ég setti sólbróma- og graskersfræ bæði í deigið og ofan á.

Endilega prufaðu þig áfram með uppskriftina; prófaðu mismunandi byggtegundir, mismunandi hlutföll korns og mismunandi korntegundir. Það skemmtielgasta við svona er að prófa eitthvað nýtt!


Endilega skildu eftir spurningar og athugasemdir hér fyrir neðan. Láttu okkur svo vita hvernig þessi gekk hjá þér!