Segulhrærari (e. stirplate) er notuð til að rækta upp ger til notkunar í bjór eða öðrum drykkjum. Seglar eru látnir snúast í hring og spinna þannig segulpinna (segulhræru), staðsettur ofan í íláti fyrir ofan seglana. Þannig verður til hringiða sem dregur loft niður í vökvann. Súrefni er mikilvægt fyrir fjölgun gerfrumna og því er segulhræra notuð í það verk. Hægt er að verða sér úti um segulhrærara líkt og eru notaðar á rannsóknarstofum, en þær geta orðið ansi dýrar. Þess vegna velja margir heimabruggarar að búa sér til sína eigin hræru. Það er mjög einfalt að útbúa sína eigin hræru og vonandi hjálpar þessi grein þér að búa til þína eigin hræru.

Íhlutir

  1. Gömul tölvuvifta — til að snúa seglunum
  2. Sterkir seglar, 2 stykki
  3. Segulpinni/segulhræra
  4. Rofi
  5. Stilliviðnám — til að geta stillt hraðann
  6. Skrúfur til að festa viftuna á sinn stað
  7. Straumbreytir fyrir viftuna
  8. Kassi sem hýsir allt saman

Annað sem gott er að hafa:

Samsetning

Það fyrsta sem ég gerði var að athuga hvort viftan sem ég átti passaði við kassan sem ég hafði fundið, Kassinn sem ég ákvað að nota fékk ég gefins í sjoppu (Drekanum) og kom með einhverju tóbaki í. 

kassi og vifta
Viftan passar ágætlega. Skrúfurnar halda viftunni uppi (sitja á róm svo hægt sé að stilla hæðina)

Því næst er að koma seglunum á viftuna. Ég fann skinnu sem passar á viftuna. Hana límdi ég á viftuna og svo halda seglarnir sér í skinnuna. Annars er líka hægt að líma seglana bara beint við viftuna.

Seglar
Tveir sterkir seglar á skinnu

Það sést ekki á myndunum hér, en ég þurfti að setja eitthvað á milli seglana til að koma í veg fyrir að þeir enduðu í faðmlagi við snúninginn. Eitt lítið plaststykki sem ég límdi fast á milli dugði til.  

Seglar komnir á viftu
Vifta tilbúin
Vifta komin í box, tengd við rofa og stilliviðnám.

Það var mjög einfalt að koma öllu á sinn stað í kassanum. Hann er úr viði sem mjög auðveldlega er hægt að skera/bora í til að gera göt og svoleiðis. Ég hugsa að plastbox væru alveg jafngóð líka. Svo er ekkert mál að víra þetta saman. Tókst í fyrstu tilraun. Annars bara að spyrja á staðnum sem selur þetta (t.d. Íhlutir og Miðbæjarradíó). Ég er með rofa til að kveikja/slökkva og stilliviðnám til að stilla hraðann á viftunni. Svo er gamalt símahleðslutæki notað sem straumbreytir.

Notkun

Mjög einfalt. Bara að skella segulhræru í ílátið sem þú notar til að rækta upp gerið og stilla á réttann hraða og voila!

Til að sjá mjög góða grein um segulhræru á heimasíðu Fágunar, ýttu hér!


Ertu með spurningu, athugasemd eða eitthvað sem þú vilt koma á framfæri varðandi greinina? Endilega skildu eftir skilaboð hér að neðan!