Brew-in-a-bag (BIAB) er aðferð sem felst í því að nota sérsniðinn meskipoka til að geyma kornið í meskingu. Pokinn hleypir vökva auðveldlega inn og út, en heldur eftir korninu. Þegar meskingu er lokið er svo pokanum einfaldlega lyft upp úr vökvanum (virtnum) til þess að fjarlægja kornið, og þannig aðskilja það frá vökvanum. Því má segja að lyfting komi í stað lautering og má í raun líkja þessu við stóran tepoka!

pokabrugg
Pokabrugg (BIAB) mesking í gangi

Kostirnir við BIAB-aðferðina, eða pokabrugg eins og við viljum kalla hana, eru meðal annars:

Ókostir við Pokabrugg:

Það er algengur misskilningur að pokabrugg-aðferðin krefjist þess að bruggarinn noti allt bruggvatnið í meskingu. Þó að það sé vissulega möguleiki verður að taka fram að til eru margar útgáfur af Pokabrugg-aðferðinni. Þær fela í sér mismunandi hlutfall af vatni á móti korni (e. water to grain ratio) í meskingu, og þar af leiðandi með mismiklu skolvatni (e.sparge). Einnig er hægt að notast við mismörg ílát í meskingu.

Fullt rúmmál (e. full volume) í einu íláti (e. single vessel) er einfaldasta pokabruggs-aðferðin og má nota sem útgangspunkt fyrir aðrar aðferðar. Helstu eiginleikar hennar eru eftirfarandi:

Í lok meskingar er svo gott að hengja pokann upp fyrir ofan tómt ílát og vinda út þann afgangsvirt sem kornið hefur bundið í sig. Afgangsvatnið er svo fært yfir í suðuílátið.

Full-rúmmáls (e. full volume) mesking. Eins og sést geta slíkar meskingar orðið nokkuð þunnar.
Hérna má sjá bruggpoka í vindingu. Einfaldlega hengdur upp og snúið upp á til að þrengja að korninu.

Einfaldasta breytingin á þessari aðferð er að bæta við skolun. Það þýðir að þú minnkar upphafsmagn vatnsins um það magn sem skolað er með og setur það vatn til hliðar. Eftir meskingu er pokanum lyft og innihald pokans skolað með afgangsvatninu. Tilgangur skolunarinnar er að losa út sykrur og önnur efni sem sitja fast á kornleyfunum og hámarka þannig nýtni kerfisins. Skolvatnið er venjulega í kringum 73-77°C heitt til að ná sem mestu út úr korninu, en kaldar skolanir viðgangast einnig.

Meskipoki látinn dreypa í gegnum pastasigti. Hér er tilvalið að hella skolvatninu yfir pokann.

Þegar ég (Helgi) meskja fer ég venjulega aðra af tveimur leiðum:

80% af heildarvatni í meskingu og skolað með 20%
eða
Hef 3L af vatni fyrir hvert kg af korni og skolað með restinni af því vatni sem ég vil hafa fyrir suðu

Rétt er að minnast á að fleiri en eina leið má fara í sjálfri skoluninni. Heimabruggarar eru duglegir að finna upp nýja hluti og hver treður sínar slóðir í þessum málum. Engin ein leið er réttust:

Hérna eru t.d. nokkrar leiðir sem við höfum farið:

Hérna hef ég verið að meskja í gerjunartunnu. Búið er að toga pokann undir tunnuna svo kornið í tunnunni lyftist upp úr vökvanum (sjá næstu mynd)
poki sem sigti
Pokinn notaður sem sigti. Nú get ég skolað kornið með skolvatninu.
köld skolun
Dæmi um kalda skolun

Í 1. þætti Gerjun.is — Byrjandasería I: Bruggferlið er hægt að sjá dæmi um Pokabrugg (BIAB). 


Ertu með spurningu, athugasemd eða eitthvað sem þú vilt koma á framfæri varðandi greinina? Endilega skildu eftir skilaboð hér að neðan!