Hugmynd
Mig langaði að eiga einhvern hlýjandi og bragðsterkan bjór til að sötra inni, á meðan það er skítakuldi og rok úti, þ.e. einhvern jólabjór. Fólk er með alls konar hugmyndir um hvernig jólabjór á að vera og þú ert líklega með aðra skoðun en ég í þessum efnum. Ég hef hins vegar aldrei verið neitt sérstaklega hrifinn af þessum týpísku krydduðu jólabjórum sem margir brugga þannig að ég ákvað bara að brugga Stout. Ég hafði líka alltaf átt eftir að almennilega læra inn á þennan stíl. Flestir Stout/Porterar sem ég hef gert hafa aldrei verið neitt sérstakir, alltaf eitthvað vantað í þá. Ég ákvað þess vegna að ég myndi brugga Stout á hverju ári fyrir jólin og í leiðinni læra á stílinn. Þessi kom bara svo fáránlega vel út svo að ég mun líklega ekki þróa hann neitt áfram. En ég verð auðvitað að deila snilldinni hér!
Tölur |
|
Lítrar í gerjun | 21 |
Áfengismagn | 10% |
Heildarnýtni | 59% |
Meskitími | 60 |
Suðutími | 60 |
IBU | 55 |
OG | 1.097 |
FG | 1.020 |
Korn |
Tegund | Hlutfall |
6,46 kg | Pale Malt (Weyermann) | 71% |
0,82 kg | CaraAroma (Weyermann) | 9% |
0,82 kg | Carafa Special 1 (Weyermann) | 9% |
0,40 kg | CaraPils (Weyermann) | 4,4% |
0,40 kg | Wheat Malt, Pale (Weyermann) | 4,4% |
0,20 kg | Roasted Barley (Weyermann) | 2,2% |
Humlar |
Tegund | Magn | IBU |
60 mín | Fuggles (4,3% AA) | 146,5 gr | 55 |
Ger
Tveir þurrgerspakkar af S-04 eða US-05. Í rauninni bara eitthvað ölger sem gefur af sér lítinn karakter.
Aðferð
Kornið er meskjað við 68,9°C í klukkutíma. Ég tek ávallt Mash Out skref og það mun hjálpa að hífa upp nýtnina í þessum bjór sérstaklega. 1 kg af Púðursykri er bætt við í upphafi suðunnar. Bjórinn er látinn gerjast við 18-20°C í 4 vikur. Hann skal síðan kolsýrður við 1,7-2,0 Vol. eftir því sem þú vilt hafa hann kolsýrðan (en ekki fara hærra en 2). Hann ætti að vera vel drekkanlegur við átöppun, en þetta er bjór sem hefur gott að smá þroskun og verður alltaf betri og betri með tímanum.
Mikilvægt: Í meskivatn skal blanda 7 gr af CaCl (Kalsíumklóríð) og 3 gr af gipsi. Ef þú átt ekki gips ætti að vera í lagi að sleppa því bara. En ef þú átt bara gips eða hvorugt skaltu sleppa viðbótunum, en reyndu að redda þér CaCl.
Athugasemdir
Þessi uppskrift var birt á spjallsíðu Fágunar: Ýttu hér til að sjá þráðinn
Þessi bjór var einnig í Jóladagatali Fágunar 2015 og fékk 21. desember. Hægt er að skoða athugasemdir um bjórinn á Facebook síðu Fágunar hér.
Endilega skildu eftir spurningar og athugasemdir hér fyrir neðan. Láttu okkur svo vita hvernig þessi gekk hjá þér! (Við myndum jafnvel þiggja smakk)