Kútar hafa lengi vel verið notaðir til að geyma bjór. Ef maður setur samasemmerki á milli hefðbundinna kúta og tunna má í raun segja að þeir hafi verið fyrsta leiðin til að geyma bjór. Hin nútímavæddi bjórkútur á ýmislegt sameginlegt með tunnunum en helsti munurinn er líklegast sá að yfirleitt er notað kolsýrugas til að dæla bjórnum úr undan þrýstingi. Þá er bjórinn jafnframt geymdur á yfirþrýstingi með kolsýru sem þröngvar kolsýrunni ofan í vökvann þar til hún leysist upp. Þannig má „force carbonate“-a bjórinn jafnvel á nokkrum klukkustundum!

Við tókum til hendinni og settum saman eitt stutt og laggot myndband þar sem farið er yfir það helst sem nýgræðingur þarf að vita um kúta, umstang við þá og uppsetningu.

Kútana sjálfa má kaupa hjá Brew.is og fæst meginþorri fylgihlutanna þar einnig. Kolsýrugasið má fá hjá slökkvitækjasölum eins og til dæmis Slökkvitækjaþjónustunni eða ÓG.