Hugmynd

Það hefur verið planið í langan tíma að búa til „súran“ IPA. Hugmyndin var að sýran myndi hjálpa til við að láta bjórinn bragðast meira eins og ávaxtasafi. Ávaxtalykt og bragð frá humlunum, í þessu tilviki Citra og Mosaic, ásamt sýrunni, vinna saman til að gera þennan bjór einstaklega góðan!

Jólamiði

Tölur

 

Lítrar í gerjun 21
Áfengismagn 7,5%
Heildarnýtni 70%
Meskitími 60
Suðutími 10+80
IBU 27,6
OG 1.065
FG 1.008

Korn

Tegund Hlutfall
4,79 kg Pilsen (Castle Malting) 75,3%
0,75 kg Pale Ale (Weyermann) 11,7%
0,59 kg CaraMunich 2 (Weyermann) 9,3%
0,23 kg CaraPils (Weyermann) 3,7%

Humlar

Tegund Magn IBU
60 mín Þinn uppáhalds beiskjuhumall ? 27,6
0 mín Citra 30 gr 0
0 mín Mosaic 30 gr 0
Þurrhumlun 5 dagar Citra 30 gr 0
Þurrhumlun 5 dagar Mosaic 30 gr 0

Ger

2 pakkar US-05 þurrger. Tvöfalt magn miðað við venjuleg öl, vegna erfiðari aðstæðna fyrir gerjun (lágt sýrustig).

Gerjað við 18-19°C í 3 vikur. Þurrhumlað 5 dögum fyrir átöppun. Gott að kæla niður eins nálægt 0°C og þú kemst í 1-2 daga áður en þú tappar á. Þannig færðu humlana til að sökkva, ásamt öllu öðru drasli.

Önnur hráefni

200 gr Hreint KEA skyr (lítil dolla). Þú getur prófað aðrar tegundir (og jógúrt og fleira), en reyndu að velja hreint, óhrært, án ávaxta og viðbættum sykri, ÓGERILSNEYTT!

Aðferð

Dagur 1 - Mesking og Skyr
Meskjað er við 68°C í klukkutíma, Mash out og/eða skolun tekin og virti komið fyrir í suðuíláti. Virturinn er hitaður upp að suðu og látinn sjóða í 10 mínútur. Athugið að engir humlar fara út í á þessum tíma! Soðið er til þess að drepa allt sem gæti verið lifandi í þessu, svo að þú stjórnir því hvað fær að vaxa í virtinum (eins og í öllum öðrum tilvikum). Því næst er virturinn kældur niður í 45°C og skyrinu hent út í. Potti er lokað og mjólkurbakteríunum leyft að gera sitt!

Ef þú ert með hitastýringu er tilvalið að halda hita í kringum 40°C (ekki fara hærra en 45°C því það gæti byrjað að drepa bakteríurnar okkar). Það er þó ekkert að því að leyfa þessu að kólna niður í stofuhita ef þú hefur ekki ráð á því að halda hærri hita. Sjálfur leyfi ég hitanum að falla jafnt og þétt, og kveiki síðan á hitastýringunni 2-3 sinnum yfir daginn til að ná hitanum aftur upp og fylgist vel með að hitinn fari ekki of hátt.

Dagur 1 + X (þar sem X stendur fyrir fjölda daga í súrnun) - Smakka virt og meta
Handy flowchart: er þetta hæfilega súrt?
a) já = kominn tími á suðu og klára bjórinn eins og venjulega.
b) nei = leyfa bakteríunum að leika sér lengur og smakka aftur (12-24 tímum seinna).

Suða eftir ketilsýringu/súrnun
Svo er haldið áfram eins og ekkert óeðlilegt hafi átt sér stað og soðið í 80 mín.

Eftir suðu er virtur kældur niður í 18-19°C og gerjaður við sama hitastig. Bætið svo við gerinu, sjá að ofan..

Kolsýrður við 2,3 einingar (volumes).

Athugasemdir

Þessi bjór var í Jóladagatali Fágunar 2016 og fékk 14. desember sem smakkdagsetningu. Sjá komment á Facebook hér